fbpx

BUGGYFERÐIR

KOMIÐ Í BUGGYFERÐIR OG SKEMMTIÐ YKKUR BETUR
EN ÞIÐ HAFIÐ NOKKURN TÍMANN GERT!

Spennið beltin og dembið ykkur út í taumlausa gleði, þar sem við förum með ykkur í skemmtilegar buggyferðir í bakgarðinum okkar. Við hellum okkur beint í hasarinn og leiðum ykkur um hóla og hæðir, í gegn um polla og læki, jafnvel snjó og klaka.

Buggy bíllinn er hið fullkomna leiktæki í stórkostlegri náttúrunni, rétt fyrir utan Reykjavík og við munum gera ferð fyrir ykkur sem þið munið aldrei gleyma!

Ef þið viljið svo fá ykkur eitthvað gott að borða og nokkra kalda með, þá getum við græjað grill fyrir minni og stærri hópa. Við fáum algjöra meistara á staðinn sem elda ofan í ykkur krásirnar og svo er hægt að skála í góðum drykk í lok ferðar!

1 klst. buggyferð

Þrátt fyrir að vera bara rétt utan við Reykjavík þá er þessi 1-klst buggy ferð, með leiðsögn, alveg einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru. 

1 klst. buggyferð

Þessi ferð er mjög fjölskylduvæn og er fyrir alla þá sem eru hrifnir af spennu, torfærum, leðju, drullu og fallegri náttúru. Þetta tilboð gildir fyrir tvo bílstjóra (17+) og tvö börn (6-16 ára).

2 klst. buggyferð

Í Buggy Extra, lengri ferð með meiri leiðsögn, færðu auka keyrslutíma og það er alveg einstök leið til að upplifa enn meira af fjöri og þessu geggjaða landslagi sem finnst í nágrenni Reykjavíkur.

Hvataferðir – Árshátíðir – Hópefli – Ráðstefnur

Jæja, er ekki kominn tími til að verðlauna starfsólkið? Teygja úr sér eftir langan dag á ráðstefnu? Eða hrista saman vinnuhópinn áður en næsta törn byrjar? Buggyferðir eru fullkomin leið til að gera allt þetta og meira!

VINAHÓPURINN

Stundum þurfa vinahópar bara að fara saman út að leika! Ata sig út í leðju, busla í ám, njóta þess að láta adrenalínið flæða um æðarnar og upplifa æskuna á ný. Besta leiðin til að upplifa allt þetta er að fara í buggyferð í torfærum úti í náttúrunni.

STEGGJUN / GÆSUN

Er brúðkaup í vændum? Þá er tilvalið að sletta vel úr klaufunum áður en stóri dagurinn gengur í garð!
Gæsir, leggið til hliðar öll áform um hefðbundna gæsun í dekri og dúlleríi og keyrið frekar upp adrenalínið… Leyfið gæsinni að fljúga yfir hóla og hæðir!
Steggir, ekki hjakka í sama farinu með sama gamla djamminu… hoppið upp í buggy, festið beltin og brunið af stað! Þið getið drullað vel yfir stegginn í leiðinni!

EÐA BARA-AF-ÞVÍ-BARA

Það má líka alveg koma í buggy bara af því það er ógeðslega gaman!
Taktu pabba og mömmu, systur, bræður, afa og ömmu, frænkur og frændur með þér. Þetta er eitthvað sem hentar fyrir alla fjölskylduna!

Tilkynning vegna COVID-19

Kæru viðskiptavinir. 

Við hjá Buggy Adventures setjum öryggi viðskiptavina okkar ávallt í forgang og gerum það sem við getum til að takmarka mögulega útbreiðslu á COVID-19.  

Í ljósi samkomubanns höfum við lagt enn frekari áherslu á hreinlæti, þ.m.t. daglega sótthreinsun á öllum snertiflötum, salernum, búnaði og hurðahúnum.  

Öll okkar afþreying fer fram utandyra og verður því áfram opin. Við hvetjum fólk eindregið til að koma til okkar til að skemmta sér hvort sem það eru einstaklingar eða litlir hópar. Að sjálfsögðu tökum við áfram á móti bókunum í einkaferðir og við getum einnig mætt með buggybíla til ykkar. 

Til að tryggja öryggi viðskiptavina og minnka líkur á smiti höfum við farið í einu og öllu að tilmælum stjórnvalda og munum gera viðeigandi ráðstafanir: 

  • Tveggja metra bil milli viðskiptavina verður tryggt (undantekning gerð fyrir pör/fjölskyldumeðlimi sem vilja sitja saman og deila buggy) 
  • Handþvottur og handspritt er að sjálfsögðu til staðar eins og venjulega 
  • Allir snertifletir og búnaður verða sótthreinsaðir eftir hverja notkun 
  • Hópar eru ekki stærri en 10 manns 
  • Ef viðskiptavinir eiga eigin búnað svo sem mótorhjólahjálm, vettlinga og/eða vatnsheldan galla, þá er þeim að sjálfsögðu velkomið að notast við hann 
  • Við munum fara í einu og öllu eftir tilmælum frá Ríkisstjórn Íslands og aðlaga okkur að nýjum reglum sem gefar eru út 

Það hefur sjaldan verið ríkari ástæða til þess að halda í gleðina og leika sér, en það er það sem við gerum best! 

Kórónulausar kveðjur. 

Buggy Adventures