fbpx

BUGGYFERÐIR

KOMIÐ Í BUGGYFERÐIR OG SKEMMTIÐ YKKUR BETUR
EN ÞIÐ HAFIÐ NOKKURN TÍMANN GERT!

Spennið beltin og dembið ykkur út í taumlausa gleði, þar sem við förum með ykkur í skemmtilegar buggyferðir í bakgarðinum okkar. Við hellum okkur beint í hasarinn og leiðum ykkur um hóla og hæðir, í gegn um polla og læki, jafnvel snjó og klaka.

Buggy bíllinn er hið fullkomna leiktæki í stórkostlegri náttúrunni, rétt fyrir utan Reykjavík og við munum gera ferð fyrir ykkur sem þið munið aldrei gleyma!

Ef þið viljið svo fá ykkur eitthvað gott að borða og nokkra kalda með, þá getum við græjað grill fyrir minni og stærri hópa. Við fáum algjöra meistara á staðinn sem elda ofan í ykkur krásirnar og svo er hægt að skála í góðum drykk í lok ferðar!

1 klst. buggyferð

Þrátt fyrir að vera bara rétt utan við Reykjavík þá er þessi 1-klst buggy ferð, með leiðsögn, alveg einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru. 

2 klst. buggyferð

Í Buggy Extra, lengri ferð með meiri leiðsögn, færðu auka keyrslutíma og það er alveg einstök leið til að upplifa enn meira af fjöri og þessu geggjaða landslagi sem finnst í nágrenni Reykjavíkur.

Hvataferðir – Árshátíðir – Hópefli – Ráðstefnur

Jæja, er ekki kominn tími til að verðlauna starfsólkið? Teygja úr sér eftir langan dag á ráðstefnu? Eða hrista saman vinnuhópinn áður en næsta törn byrjar? Buggyferðir eru fullkomin leið til að gera allt þetta og meira!

VINAHÓPURINN

Stundum þurfa vinahópar bara að fara saman út að leika! Ata sig út í leðju, busla í ám, njóta þess að láta adrenalínið flæða um æðarnar og upplifa æskuna á ný. Besta leiðin til að upplifa allt þetta er að fara í buggyferð í torfærum úti í náttúrunni.

STEGGJUN / GÆSUN

Er brúðkaup í vændum? Þá er tilvalið að sletta vel úr klaufunum áður en stóri dagurinn gengur í garð!
Gæsir, leggið til hliðar öll áform um hefðbundna gæsun í dekri og dúlleríi og keyrið frekar upp adrenalínið… Leyfið gæsinni að fljúga yfir hóla og hæðir!
Steggir, ekki hjakka í sama farinu með sama gamla djamminu… hoppið upp í buggy, festið beltin og brunið af stað! Þið getið drullað vel yfir stegginn í leiðinni!

EÐA BARA-AF-ÞVÍ-BARA

Það má líka alveg koma í buggy bara af því það er ógeðslega gaman!
Taktu pabba og mömmu, systur, bræður, afa og ömmu, frænkur og frændur með þér. Þetta er eitthvað sem hentar fyrir alla fjölskylduna!