fbpx

Gjafakort

Buggygjöf hentar öllum

Ertu að leita að geggjaðri gjöf? Buggygjöf er tryllt gjöf sem rykfellur sko ekki inni í skáp og hentar torfæruunnendum og adrenalínfíklum á öllum aldri! Við bjóðum upp á gjafabréf sem henta við alls konar tilefni. Gefðu bros sem nær allan hringinn!

ALGENGAR SPURNINGAR

Hér eru helstu spurningar og svör

Nei, það er ekkert mál að keyra buggy. Buggybílarnir okkar eru sjálfskiptir og þú lærir aðalatriðin á nokkrum mínútum.

 

Það þarf enga sérstaka akstursreynslu til að keyra buggy, einungis venjulegt bílpróf. Buggybílarnir okkar eru með sjálfskiptingu, góðri fjöðrun og veltigrind til öryggis. Buggy er með sömu stillingum og hver annar sjálfskiptur bíll eða trukkur, setjið bara í drive og keyrið af stað. Svo þarf einungis að ýta á einn takka til að skipta yfir í fjórhjóladrif.

Vertu í fötum sem þér er sama þótt blotni eða verði skítug. Það er alltaf ágætis hugmynd að koma með auka föt til að fara í eftir ferð. Vertu í hlýju innsta lagi, ull eða gerviefni eru best (ekki bómullarefni).

Við bjóðum upp á hjálma, hanska, lambhúshettur, stígvél og vatnshelda galla.

Aldurstakmarkið fyrir bílstjóra er 17 ár og 6 ár fyrir farþega. Bílpróf er skilyrði.

Já. Buggy er mjög öruggt faratæki. Buggy er með lága massamiðju þannig að það eru minni líkur á að velta. Farþegar eru í öryggisbelti og sitja inni í verndandi veltigrind. Buggy er mun öruggara faratæki en fjórhjól.

Þú velur eigin hraða. Hópurinn ferðast alltaf á sama hraða og hægasti bílstjórinn. Ferðin er ekki kappakstur, þetta á að vera gaman og þú átt að geta notið útsýnisins.

Hjá Buggy Adventures notum við fjórhjóladrifna Buggybíla af gerðinni CAN AM . Þeir eru eru hannaðir með gæði, getu og öryggi í huga. Báðar týpur eru með góða fjöðrun sem veitir þægilega upplifun í torfærum og á illfærum vegum. 

Ekki séns! Það er meira að segja skemmtilegra í buggy ef það er blautt!

Komdu í buggy!