fbpx

Fjölskylduvæn Buggyferð

ÞÚ MUNT ELSKA BUGGY VEGNA ÞESS AÐ..

  • Klukkutíma ferðin er fjölskylduvæn og fer með ykkur í gegnum stórbrotið landslag
  • Þú færð að keyra fjórhjóladrifinn torfærubuggy á öruggasta og þægilegasta máta sem völ er á og krakkarnir eiga eftir að missa sig í gleðinni
  • Það er ekki langt að fara því við erum staðsett aðeins 20 mínútur frá miðbæ Reykjavíkur
  • Leiðin fer með ykkur yfir grófa malarvegi og torfærur og þú færð að keyra gegnum fullt af lækjum og ám og sulla í helling af pollum

HVENÆR:

Opið allt árið

LENGD FERÐAR:

1,5 klukkutími

SKUTLÞJÓNUSTA

Við sækjum klukkutíma fyrir áætlaða ferð

ERFIÐLEIKASTIG FERÐAR:

Auðvelt

ALDURSTAKMARK:

6 ár (farþegi) / 17 ár (bílsjóri)

Nánar um ferðina

Þrátt fyrir að vera bara rétt utan við Reykjavík þá er þessi 1-klst buggy ferð, með leiðsögn, alveg einstök leið til að njóta íslenskrar náttúru og skemmta sér fáránlega vel í leiðinni. Spennið á ykkur beltin og búið ykkur undir að keyra á grófum malarvegum og í torfærum í nágrenni Esjunnar. Við keyrum yfir hæðir og hóla, gegnum ár og margt fleira skemmtilegt.

Þessi ferð er mjög fjölskylduvæn og er fyrir alla þá sem eru hrifnir af spennu, torfærum, leðju, drullu og fallegri náttúru. Ryk, leðja, vatnsgusur og jafnvel snjór og krapi er allt innifalið í verðinu! Krakkarnir munu brosa út að eyrum í marga daga eftir þetta fjör og svo skemmir ekki fyrir að það eru miklar líkur á þeir sofni mjög snemma eftir alla spennuna!

Buggy bílarnir okkar eru tveggja sæta, þannig að það þarf einn fullorðinn með ökuskírteini að fylgja hverju barni. Þetta er góð leið fyrir barnafjölskyldur til að prófa torfærutæki vegna þess að bílarnir eru auðveldir í keyrslu, þeir eru sjálfskiptir og með 4 punkta öryggisbelti og veltigrind svo það er mjög öruggt að keyra þá. Það eina sem þú þarft til að keyra er ökuskírteini og ævintýraþrá.
Þetta er sama ferðin og Buggy Original ferðin okkar, en við kaup á fjölskyldupakkanum fáið þið besta tilboð sem völ er á. Þið borgið aðeins fyrir fullorðna og eitt barn fylgir frítt með á hvern fullorðinn. Innifalið í verðinu er allt sem þarf, gallar, hjálmar, hanskar og lambhúshettur.
Það þurfa minnst 4 að bóka svo að ferðin verði farin (tveir fullorðnir og tvö börn), en eftir það geta stakir foreldrar bókað fyrir sig og barnið sitt. Athugið að aldurstakmarkið er 6 ár og bílstjórinn þarf að vera með gilt ökuskírteini.

HVAÐ ER INNIFALIÐ?

  • Klukkutími af buggy keyrslu
  • Allur öryggisbúnaður (hjálmur, lambhúshetta, hanskar, vatnsheldur galli, stígvél)​
  • Íslenskumælandi leiðsögumenn

EKKI INNIFALIÐ

  • Matur og drykkir

Myndir úr ferðinni

ALGENGAR SPURNINGAR

Hér eru helstu spurningar og svör

Nei, það er ekkert mál að keyra buggy. Buggybílarnir okkar eru sjálfskiptir og þú lærir aðalatriðin á nokkrum mínútum.

 

Það þarf enga sérstaka akstursreynslu til að keyra buggy, einungis venjulegt bílpróf. Buggybílarnir okkar eru með sjálfskiptingu, góðri fjöðrun og veltigrind til öryggis. Buggy er með sömu stillingum og hver annar sjálfskiptur bíll eða trukkur, setjið bara í drive og keyrið af stað. Svo þarf einungis að ýta á einn takka til að skipta yfir í fjórhjóladrif.

Vertu í fötum sem þér er sama þótt blotni eða verði skítug. Það er alltaf ágætis hugmynd að koma með auka föt til að fara í eftir ferð. Vertu í hlýju innsta lagi, ull eða gerviefni eru best (ekki bómullarefni).

Við bjóðum upp á hjálma, hanska, lambhúshettur, stígvél og vatnshelda galla.

Aldurstakmarkið fyrir bílstjóra er 17 ár og 6 ár fyrir farþega. Bílpróf er skilyrði.

Já. Buggy er mjög öruggt faratæki. Buggy er með lága massamiðju þannig að það eru minni líkur á að velta. Farþegar eru samt sem áður í 4 punkta öryggisbelti og sitja inni í verndandi veltigrind. Buggy er mun öruggara faratæki en fjórhjól.

Þú velur eigin hraða. Hópurinn ferðast alltaf á sama hraða og hægasti bílstjórinn. Ferðin er ekki kappakstur, þetta á að vera gaman og þú átt að geta notið útsýnisins.

Hjá Buggy Adventures notum við fjórhjóladrifna Buggybíla af gerðinni CFMOTO ZFORCE 800 og ZFORCE 1000. Þeir eru eru hannaðir með gæði, getu og öryggi í huga. Báðar týpur eru með góða fjöðrun sem veitir þægilega upplifun í torfærum og á illfærum vegum. Buggybílarnir okkar eru nógu villtir fyrir reynda torfærukappa en jafnframt nógu þægilegir fyrir óreynda ökumenn og ættu ekki að valda neinum vonbrigðum. Þú munt vilja koma til okkar aftur og aftur!

Ekki séns! Það er meira að segja skemmtilegra í buggy ef það er blautt!

Komdu í buggy!

Bóka ferð

Loading...